Þann 7. desember 2020 afhenti Alþjóðleg frímúarararegla karla og kvenna, Le Droit Humain árlegan velgjörðastyrk sinn í aðdraganda jóla. Að þessu sinn hlaut Hjálparstarf kirkjunnar styrkinn til verkefna innan lands. Fyrir hönd Hjálparstarfsins veitti Bjarni Gíslason styrknum móttöku en hann afhenti Kristján Jóhannesson, Oddviti Sambandsráðs Reglunnar. Bjarni þakkaði innlega fyrir styrkinn sem kæmi sér vel til aðstoðar fólki hér á landi sem á um sárt að binda.