Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN fagnar 100 ára starfi á Íslandi á árinu 2021. Í henni starfa karlar og konur saman að mannrækt, óháð kyni, litarhætti og trúarskoðunum. Reglan hét áður Samfrímúrarareglan á Íslandi og heitir á ensku International Order of Freemasonry for Men and Women LE DROIT HUMAIN.