Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Stefna og hugsjónir

Jafnrétti karla og kvenna

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain  lýsir yfir jafnrétti karla og kvenna og þar starfa karlar og konur saman í stúkum á jafnréttisgrundvelli. Hún leggur áherslu á trúfrelsi, engar trúarkreddur eru í reglunni. Tilgangur hennar að leita sannleikans.

Meðlimum er skylt að virða trúarskoðanir annarra og líta á aðra sem jafningja sína án tillits til þjóðernis, litarháttar eða kynþátta. Þar af leiðandi snúast reglusystkin gegn ofstæki, óréttlæti, ójöfnuði, ofbeldi og kynþáttafordómum.

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain lætur í té sérstaka aðferð, sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúrara og helgisiði. Þau tæki eru notuð til þess að leita sannleikans og skilja raunveruleikann, útbreiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til þess að ná þessum markmiðum hafa reglusystkin fullkomið frelsi til eigin skilnings og til að tryggja slíkt frelsi er gerð krafa um tillitssemi og umburðarlyndi.

Stefna og skilgreining reglunnar

Skv. hinum alþjóðlegu stjórnskipunarlögum er stefna og skilgreining reglunnar í meginatriðum þessi:

1 – Reglan lýsir yfir jafnrétti karla og kvenna. Með því að gera „LE DROIT HUMAIN“ (mannréttindi / mannlegt réttlæti) að einkunnarorðum sínum lýsir Reglan yfir vilja til að karlar og konur um víða veröld fái að jöfnu notið félagslegs réttlætis innan mannkyns sem skipulagt er í frjáls samfélög byggð á bræðralagi.

2 – Í Reglunni starfa saman Frímúrar af báðum kynjum  sem sameinast  án tillits til félagslegs uppruna eða kynþáttar,  heimspeki- eða trúarskoðana. Þannig kennir Reglan aðferð til þess að ná þessu markmiði. Aðferðin er bæði siðræn og táknræn og meðlimir hennar nota hana til framþróunar og fullkomnunar  mannkynsins.

3 – Sjálfstæðir frá öllum trúarstofnunum og trúfélögum, og að teknu tilliti til fullkomins skoðanafrelsis, leitast meðlimir Reglunnar við að sýna í verki gildi frelsis, jafnréttis og bræðralags og leysa úr læðingi æðsta stig siðferðilegs, vitræns og andlegs þroska allra manna. Reglan telur þetta forsendu allrar hamingju, sem möguleg er sérhverjum einstaklingi mannkyns sem byggir á bræðralagi.

4 – Reglan hefur engar trúarkreddur og hafnar öllum slíkum. Tilgangur hennar er að leita sannleikans. Þannig mega umræður eða rökræður í Stúkunum um þjóðfélagsleg eða trúarleg málefni ekki undir neinum kringumstæðum þjóna öðrum tilgangi en þeim að fræða meðlimina og gera þeim kleift að rækja Frímúraraskyldur sínar af meiri skilningi en áður.

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur