Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Fréttir

Hundrað ára afmæli frímúrarastarfs karla og kvenna á Íslandi 12. mars 2021

Þann 12. mars næstkomandi heldur Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, á Íslandi upp á 100 ára starfsafmæli sitt hér á landi. Þann dag árið 1921 var stúkan Ýmir nr. 724 stofnuð í Reykjavík. Nú eru starfandi 10 stúkur á þremur stöðum á Íslandi, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Reglan á Íslandi er hluti af hinni Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, sem starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum.

Ástandið í samfélaginu vegna Covid faraldursins kemur í veg fyrir að halda sé eins og hugsað var upp á þennan merka áfanga, og verða hátíðarhöld að ári.

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur