Þann 12. mars næstkomandi heldur Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, á Íslandi upp á 100 ára starfsafmæli sitt hér á landi. Þann dag árið 1921 var stúkan Ýmir nr. 724 stofnuð í Reykjavík. Nú eru starfandi 10 stúkur á þremur stöðum á Íslandi, í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Reglan á Íslandi er hluti af hinni Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, sem starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum.
Ástandið í samfélaginu vegna Covid faraldursins kemur í veg fyrir að halda sé eins og hugsað var upp á þennan merka áfanga, og verða hátíðarhöld að ári.