Dagana 25.-28. maí 2017 var haldin 15. alþjóðleg ráðstefna Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain.
Hún var fjölsótt, m.a. af 55 systkinum úr Reglunni á Íslandi sem upplifðu og nutu alþjóðleika Reglunnar og bræðralagsanda um leið og þau efldu innbyrðis tengsl sem styrkja mun starfið í stúkunum.
Á þinginu var Br. Magnús M Norðdahl kjörinn til setu í Hinu Háa Ráði og í framhaldinu valinn sem fulltrúi ráðsins fyrir Íslandssambandið. Í ræðu sinni þakkaði hann fráfarandi fulltrúa HHR, Sy. Kristínu Jónsdóttur fyrir hennar góðu og óeigingjörnu störf. Jafnframt var Sy. Jóhanna E. Sveinsdóttir kjörin í fjárhagsnefnd Alþjóðareglunnar.