Á haustdögum 2022 flutti stúkan Ósíris austur fyrir fjall á Selfoss og hóf þar störf til að mæta eftirspurn frá þeim sem búsettir eru á Suðurlandi. Síðan hefur stúkan vaxið og starfsemin blómstrað.
Starf Samfrímúrarareglunnar á Selfossi fer fram í húsi Frímúrarareglunnar á Íslandi að Hrísmýri 1 þar í bæ. Samstarf St. Ósíris við Röðulsbræður sem eiga og starfa í húsinu hefur gengið mjög vel.
Í nóvember s.l. var Frímúrarareglan á Íslandi með kynningarfund um Regluna fyrir bræður og gesti þeirra í samstarfi við St. Jóh. st. Röðul. Systkinum úr St. Ósíris var boðið að koma á kynninguna.
Góð þátttaka var á kynningunni og þar af um 10 systkin úr Samfrímúrarareglunni. Systkini úr st. Ósíris dreifðu einblöðungi til þeirra sem áhuga höfðu og í spjalli sögðu þau frá Reglunni og svöruðu spurningum. Nokkrir voru áhugasamir um að fræðast frekar og mun tíminn leiða í ljós hvað verður.
Hægt er að hafa samband við stúkuna : ledroithumain (hjá) ledroithumain.is