Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Fréttir

Blómstrandi starfsemi á Selfossi

Á haustdögum 2022 flutti stúkan Ósíris austur fyrir fjall á Selfoss og hóf þar störf til að mæta eftirspurn frá þeim sem búsettir eru á Suðurlandi. Síðan hefur stúkan vaxið og starfsemin blómstrað.

Starf Samfrímúrarareglunnar á Selfossi fer fram í húsi Frímúrarareglunnar á Íslandi að Hrísmýri 1 þar í bæ. Samstarf St. Ósíris við Röðulsbræður sem eiga og starfa í húsinu hefur gengið mjög vel.

Í nóvember s.l. var Frímúrarareglan á Íslandi með kynningarfund um Regluna fyrir bræður og gesti þeirra í samstarfi við St. Jóh. st. Röðul. Systkinum úr St. Ósíris var boðið að koma á kynninguna.

Góð þátttaka var á kynningunni og þar af um 10 systkin úr Samfrímúrarareglunni. Systkini úr st. Ósíris dreifðu einblöðungi til þeirra sem áhuga höfðu og í spjalli sögðu þau frá Reglunni og svöruðu spurningum. Nokkrir voru áhugasamir um að fræðast frekar og mun tíminn leiða í ljós hvað verður.

Hægt er að hafa samband við stúkuna : ledroithumain (hjá) ledroithumain.is

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur