
Vegna fjarlægðar er ekki oft sem systkin úr öðrum landshlutum fjölmenna á fundi á landsbyggðinni, þar sem gefst dýrmætt færi á að kynnast enn betur og efla bræðralag. Um miðjan október s.l. gafst slíkt tækifæri þegar ný stúka sem starfar á efra stigi var stofnuð á Egilsstöðum. Alls sóttu um 70 systkin fundinn, bæði að austan, norðan og sunnan. Segja má að veðurguðirnir hafi launað þeim sem ferðuðust akandi á milli landshluta: heiðskýrt veður, jöklasýn og spegilsléttir firðir á báðum leiðum. Starfsemi st. Eirar á Egilsstöðum er með þeim öflugri í Alþjóða Samfrímúrarareglunni LE DROIT HUMAIN.