Alþjóða Frímúrarareglan karla og kvenna LE DROIT HUMAIN var stofnað í Frakklandi 1893 þá þegar fyrir karla og konur eins og kemur fram hér. Franska Sambandið var þó ekki stofnað fyrr en 1921, á sama ári og Íslandssambandið sem hélt uppá 100 ára afmælið sitt þ. 12. mars 2021. Franska Sambandið hélt deginum hátíðlegum þ. 6. nóvember s.l. með málþingi í Institut du Monde Arabe (Arabíska Menningarstofnun) í París þar sem dagskráin var glæsileg:
- Sögulegt yfirlit LE DROIT HUMAIN í Frakklandi
- Pallborðsumræður um „Hver eru framför mannkynsins á 20. öldinni?“ þar sem tóku þátt heimspekingar, sálfræðingar og siðfræðingar
- Ávörp æðstu stjórnenda Franska Sambandsins
Fyrir þá sem skilja frönsku, er hægt að hlusta á öll eða hluta af erindum kvöldsins á heimasíðu Franska Sambandsins.