Fundaáætlun 2024 – 2025
Starfsár Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN skiptist í tvö tímabil. Hið fyrra hefst í september og lýkur í desember. Hið síðara hefst í janúar og lýkur í maí. Sérstakir hátíðarfundir eru haldnir í lok hvers tímabils. Gert er hlé á formlegu starfi yfir sumarmánuðina og um jól og páska.
Stúkurnar Austri, Baldur, Eir, Embla, Gimli, Fjörgyn, Ljósfari, Ósíris, Sindri og Ýmir hefja sína fundi kl. 19:00.
Mælst er til þess að systkin séu komin á fundarstað a.m.k. hálftíma fyrir upphaf fundar.