Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna
Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN, sem hét áður Alþjólega frímúrararegla karla og kvenna LE DROIT HUMAIN,
hefur starfað á Íslandi frá 1921. Í henni starfa saman að mannrækt til heilla mannkyni, karlar og konur, óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum. Hún kallar eftir frelsi, jafnrétti og bræðralagi en það eru jafnframt hin þreföldu einkunnarorð hennar.
Le Droit Humain alþjóðleg regla með höfuðstöðvar sínar í París og er Íslandssamband Le Droit Humain hluti hennar. Reglan veitir viðtöku konum og körlum, 18 ára og eldri. Siðakerfi reglunnar er Hið Forna og Viðurkennda Skoska Siðakerfi og telur það 33 stig. Fólk skuldbindur sig til að vera í reglunni sem virkir meðlimir í þrjú ár. Eftir það getur fólk sagt sig úr henni en þagnarskylda um starf innan hennar gildir hins vegar ævilangt. Ekki til þess að leyna einhverju sem ekki þolir dagsljós heldur til þess að varðveita þá upplifun og þau áhrif sem hver og einn verður fyrir í starfi hennar.
Auk Le Droit Humain starfar á Íslandi Frímúrarareglan á Íslandi. Hún er íslensk regla er skiptist á viðurkenningu við reglur í öðrum löndum. Hún veitir einungis viðtöku kristnum karlmönnum, 25 ára og eldri. Siðakerfið er hið svokallaða sænska siðakerfi er telur 11 stig. Skuldbinding er ævilöng.