Í dag 19. júní 2025, eru 110 ár frá því að „konungur staðfesti stjórnarskrárbreytinar, þá fengu íslenskar konur í fyrsta sinn kosningarétt“ segir í fréttum RÚV.
En á svipuðum tíma, var stofnað á Íslandi frímúrararegla sem tók á móti konum einnig, og hafði haft afdrífaríka áhrif á baráttu kvenna í Evrópu.
Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN, sem hét áður Alþjólegleg frímúrararegla karla og kvenna LE DROIT HUMAIN, hefur starfað á Íslandi frá 1921, var stofnað þ. 12. mars 1921 og fékk fyrsta stúkan nafnið Ýmir. Í Reglunni starfa einstaklingar saman að mannrækt til heilla mannkyni, óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum. Hún kallar eftir frelsi, jafnrétti og bræðralagi en það eru jafnframt hin þreföldu einkunnarorð hennar. Haldið var uppá 100 ára afmæi Íslandssambandsins í mars 2023 (seinkun vegna Covid) með vel sóttu málþingi sem bar heitið „Samkennd – Samvíska – Samfélag“ ásamt hátíðarfundi sem var haldin af sama tilefni.
Alþjóða Samfrímúrarareglan Le Droit Humain var stofnuð 1893, hefur höfuðstöðvar sínar í París og er Íslandssambandið hluti hennar. Reglan veitir viðtöku einstaklingum af öllum kynjum, 18 ára og eldri.