Alþjóða Samfrímúrarareglan, LE DROIT HUMAIN, býður gestum í heimsókn til að fræðast um starfið í Reglunni, tilgang hennar og markmið.
Reglan sem er opin öllum, er óháð kyni og trúarbrögðum og hefur starfað hér á landi síðan 1921. Í tilefni þess að 40 ár eru liðin síðan starfsemin á Íslandi varð sérstakt samband, viljum við bjóða þeim sem hafa áhuga á starfinu eða eru bara forvitin, að líta inn á opið hús hjá okkur að Kirkjustétt 6 í Reykjavík milli kl. 14 til 16.
Boðið verður upp á stutta kynningu, umræður, spjall og léttar veitingar.