Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Fréttir

St. Baldur nr 1381 fagnar 40 ára afmæli í dag 8. apríl

(Lógó Breska Sambandsins LE DROIT HUMAIN)

Þann 20. apríl 1985 var stofnfundur St. Baldurs nr. 1381. Stúkan Baldur verður því 40 ára á þessu ári. Þar sem Baldur var fimmta stúkan sem var stofnuð  á Íslandi og uppfylltum við skilyrði til að stofna Íslandssamband, en áður var reglan á Íslandi tengd Norðurlandasambandinu.

Baldur ætlar að halda uppá þessi tímamót með ýmsum hætti. Þann 6. mars var farið til London þar sem stúkusystkini og makar sóttu 1° stigs fund hjá Samfrímúrarareglunni á Englandi. Einnig sóttu meðlimir stúkunnar sem eru á efri stigum fund á 18. stigi. Mjög góð þátttaka var í ferðinni.

Afmælisfundur Baldurs verður svo haldinn þriðjudaginn 8. apríl 2025.

Rúmum 2 vikum síðar ætla svo systkini í St. Baldri, ásamt mökum að eiga saman gott kvöld, borða saman hátíðarkvöldverð og hafa gaman.

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur