(Lógó Breska Sambandsins LE DROIT HUMAIN)
Þann 20. apríl 1985 var stofnfundur St. Baldurs nr. 1381. Stúkan Baldur verður því 40 ára á þessu ári. Þar sem Baldur var fimmta stúkan sem var stofnuð á Íslandi og uppfylltum við skilyrði til að stofna Íslandssamband, en áður var reglan á Íslandi tengd Norðurlandasambandinu.
Baldur ætlar að halda uppá þessi tímamót með ýmsum hætti. Þann 6. mars var farið til London þar sem stúkusystkini og makar sóttu 1° stigs fund hjá Samfrímúrarareglunni á Englandi. Einnig sóttu meðlimir stúkunnar sem eru á efri stigum fund á 18. stigi. Mjög góð þátttaka var í ferðinni.
Afmælisfundur Baldurs verður svo haldinn þriðjudaginn 8. apríl 2025.
Rúmum 2 vikum síðar ætla svo systkini í St. Baldri, ásamt mökum að eiga saman gott kvöld, borða saman hátíðarkvöldverð og hafa gaman.