
St. Ósíris var stofnuð árið 1975, var hún fjórða stúkan sem var stofnuð í Alþjóða Samfrímúrarareglunni LE DROIT HUMAIN á Íslandi. Jón Árnason prentari var einn af stofnendum Reglunnar árið 1921 í nánum tengslum við Regluna í Danmörku og undir sterkum áhrifum frá Guðspekifélaginu (sjá „Sögu okkar“ á heimasíðunni). Fyrstu þrjár stúkurnar fengu nafn úr norrænu goðafræðinni (Ýmir, Gimli og Embla) og sú hefð hélst þegar fleiri stúkur komu til sögunnar en Svava Fells, þá ekkja Grétars Fells, valdi nafn st. Ósíris úr egypskri goðafræði, sem endurspeglar vel dulspeki og frímúrarafræði. Í tilefni 50 ára afmælisins var haldinn hátíðarfundur á Selfossi og fögnuðu rúmlega 70 systkin merkisafmælinu.
