Þann 1.10.2022 flutti st. Ósíris nr. 1221 formlega í Orient Selfoss. Samkomulag hefur verið gert um afnot „LE DROIT HUMAIN“ af húsnæði Frímúrarareglunnar á Íslandi að Hrísmýri 1 og var það vígt til þeirra starfa. V.Stj. H.L.Br. Magnús M. Norðdahl flutti erindi við það tækifæri og sagði m.a.:
„Það má með nokkrum sanni segja að fjöllin í fjarska hafi færst okkur nær nú þegar við hefjum formlega starf Alþjóðlegrar Frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN hér handan Hellisheiðarinnar. Þann draum höfum við átt okkur um nokkurt skeið en sívaxandi fjöldi systkina hefur á síðustu árum flutt sig um set og tekið sér búsetu hér á Selfossi og í nálægum byggðum. Sú þróun er í fullkomnu samræmi við þann mikla vöxt sem orðið hefur hér austan heiða þar sem góðar samgöngur, fegurð landsins og tækifæri til atvinnu og búsetu laða að sér fólk hvort sem er frá höfuðborgarsvæðinu eða úr öðrum landshlutum.“
Lesa meira og skoða myndir á innra netinu (innskráning nauðsynleg)