Barst til Íslands árið 1921
Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain, barst til Íslands árið 1921. Stofnendur fyrstu stúkunnar voru sjö talsins: Jón Árnason prentari, Engilbert Hafberg kaupmaður, Henriette Christine Kjær yfirhjúkrunarkona, frú Astrid Berthine Kaaber, Martha Kalman leikari, frú Ólafía Hansen og Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri.
Lengst af voru stúkurnar á Íslandi hluti Skandínavíska Sambandsins (Federation Scandinave) en 1985 var stofnað Íslandssamband (Federation Islandaise) með fullkomna sjálfstjórn í eigin málum. Reglan starfar nú á þremur stöðum á landinu. Í Reykjavík starfa 7 Bláar Stúkur, á Akureyri 2 og á Egilsstöðum 1. Þær starfa eftir 2 siðbókum sem þær sjálfar velja og sem kallast Lauderdale og Georges Martin.