Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Stjórn og skipulag

Stjórn

Le Droit Humain er eina frímúrarareglan sem er alþjóðleg. Stúkur hennar starfa nú í 58 löndum. Þar sem 5 stúkur eða fleiri starfa og telja a.m.k. 100 félaga eru mynduð Sambönd (Federations). Íslandssambandið sem stofnað var 1985 er eitt þeirra.

Þar sem starfa a.m.k. 2 stúkur og fleiri en 14 félagar eru mynduð Umdæmi (Jurisdictions) og svo eru svokallaðar Frumherjastúkur (Loges Pionnières). Samböndin eru sjálfstæð í innri málum og yfirmenn þeirra ásamt nokkrum fleiri kjörnum fulltrúum skipa yfirstjórn reglunnar, Hið Háa Ráð 33° (Supreme Council) sem hefur aðsetur í París. HHR kýs sér svo embættismenn sína og þar með Stórmeistara reglunnar. Á fimm ára fresti er haldið Alþjóðaþing (Convent International) sem fer með löggjafarvald og æðsta ákvörðunarvald.

Skipulag

Til þess að mynda stúku þarf hið minnsta sjö reglusystkin. Grundvallarstúkurnar sem nefnast Bláar Stúkur starfa á fyrstu þremur stigum reglunnar, en síðan taka við aðrar samkomur er vinna á hinum hærri stigum. Unnið er samkvæmt Hinu Forna og Viðurkennda Skoska Siðakerfi er telur 33 stig og er algengasta siðakerfi frímúrara. Að auki er heimilt að starfa á svokölluðum hliðarstigum er ættuð eru frá York-siðakerfinu.

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur