Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Uppruni, stofnun og stofnendur

Uppruni og stofnun

Að framan er getið um frímúrarareglur sem einungis veita karlmönnum viðtöku. Sú hefð komin frá miðöldum er karlar litu á konur sem sér óæðri. Hins vegar er vitað að karlar og konur störfuðu saman í launhelgum fornaldar.

Miðaldahefðin var ekki rofin fyrr en á ofan verðri 19 öld með tilkomu Alþjóða Sam-Frímúrarareglunnar Le Droit Humain sem nú heitir Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN. Stofnendur töldu nauðsynlegt að skila starfi frímúrara til nútímans í samræmi við breytt þjóðfélagsviðhorf og jafnréttishugsjón.

Uppruna þessarar reglu má rekja til frímúrarastúkunnar Les Libres Penseurs (Frjálsir hugsuðir) í Pecq í Frakklandi. Hún starfaði í umboði „La Grande Loge Symbolique Ecossaise“ og var mynduð af bræðrum er áður tilheyrðu „Grand Orient de France„. Meðlimir þessarar stúku höfðu kynnst Maríu Deraismes (1828-1894) sem var í forystu kvenréttindahreyfingarinnar frönsku og óþreytandi að hvetja konur til starfa á sem flestum sviðum. Hún var rithöfundur og blaðamaður og nýtur mikillar virðingar í franskri sögu. Þannig hefur verið reist stytta af henni í París og ein gata þeirrar borgar er heitin eftir henni. Bræður áður greindrar stúku töldu sig ekki geta fundið neitt sem mælti gegn því að kona yrði frímúrari nema vanhugsaða venju og þar af leiðandi vígðu þeir hana árið 1882. Maria Deraismes beitti sér svo fyrir því ásamt stjórnmálamanninum dr. Georges Martin (1844-1916) að stofnuð var Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna Le Droit Humain, sem stórstúka í París 1893.

Georges-Martin-400

Georges Martin

Stofnendur

Stofnendur voru 18 og þar á meðal má nefna Clemence Royer (1830-1902), sem einnig var í forystu frönsku kvenréttindahreyfingarinnar. Hún vann að vísindastörfum, var fræðibókahöfundur og þýddi t.d. bók Darwins um uppruna tegundanna. Hún var fyrsta konan sem sæmd var heiðursmerki „Légion d’Honneur“ 1900. 1899 var Hið Háa Ráð (Supreme Council) stofnsett sem yfirstjórn reglunnar.

Clemence-Royer-400

Clemence Royer

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur