Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Af hverju er ég Frímúrari?

Konan mín var í reglunni og hún vakti áhuga minn á starfinu í alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna. það er að segja, að starfið gengi út á að rækta sjálfan sig, að beina sjónum að sjálfum mér til betri skilnings og þroska á hugsunum mínum og tilfinningum. Það sem skipti mig líka máli er að  alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna er fyrir alla, óháð kyni, litarhætti og trúarbrögðum og að konur og karlar eru saman á fundum. þetta þýðir að við hjónin förum saman á fundi sem við erum mjög ánægð með. (Bergþór Pálmason)


 

Mannrækt – er orðið sem varð til þess að ég sótti um í Frímúrarareglunni.  Nokkrir í minni nær fjölskyldu eru frímúrarar og ég var svosem ekkert að velta því neitt fyrir mér  Á einhverjum tímapunkti bað ég um kynningarbækling og hann var lengi í náttborðinu mínu – síðar átti ég samtal við yndislega konu sem sagði mér að starfið snérist m.a. um mannrækt og þá tók ég ákvörðun og sótti um. (Rannveig S.)


 

Þetta er góð spurning og við henni er líka gott svar.  Ég er frímúrari því að starfið og boðskapurinn sem starfið færir okkur er á allan hátt mannbætandi og gerir okkur að betri manneskjum.  Þess vegna er ég frímúrari, starfið gerir mig að betri manneskju. (Aðalsteinn J.)


 

Er ákaflega sáttur við að hafa gengið í regluna.  Frímúrarastarfið var stór þáttur í lífi fósturforeldra minna en hér áður fyrr mátti ekki tala um það opinberlega hverjir væru í þessari reglu og allt umhverfis hana var sveipað leyndarhjúp.  Þess vegna fannst mér ekki að þetta kæmi mér neitt við í gegnum árin.  Svo komst ég að því (eftir krókaleiðum) að góð vinkona mín og jafnaldra hefði gengið í regluna – hm hugsaði ég, þetta er þá fyrir venjulegt fólk ????.  Ég tók því fóstru mína tali og spurði hvort ég ætti hugsanlega erindi þarna inn.  Og þar sem ég hef alltaf haft áhuga á trúmálum og siðastarfi varð það úr að ég gekk inn í Frímúrararegluna  1992 og sé ekki eftir því. (Þóra A.)


 

Í upphafi frétti ég af reglunni hjá vinum mínum og ég fékk sterka löngun til að kynnast henni,  hvað reglan gæti gert fyrir mig og hvaða fróðleik hún gæti miðlað. Þetta er ekki eins og klúbbur heldur mannrækt. Aðferðafræðin og samspil við fólkið sem ég er samferða í reglunni – það er spegillinn minn. Vegna aðstæðna í lífi mínu, búferlaflutninga og annars, sagði ég mig úr reglunni um tíma og var frá henni í um 7 ár. Reglan var samt alltaf leiðarljós sem fylgdi mér og það var gott að koma aftur og finna kærleikann í starfinu – þeir sem eru þarna af heilum huga eru eins og fjölskylda manns. (Guðbjört E.)


 

Ég er frímúrari því ég vil vinna í sjálfri mér, mannræktarstarfið sem fer fram hjá reglunni  hefur kennt mér leiðir til að bæta mig og víkkað sjóndeildarhring minn svo um munar.  Ekki skemmir fyrir að þarna kynnist ég fjölbreyttum hópi fólks sem dýpkar hjá mér þekkinguna og skilningin á lífinu. Væntumþykjan og samhugurinn er mikill í starfinu og er gott að finna að þarna utanum mann er heil fjölskylda sem hægt er að leita til ef á þarf að halda. (S. Ásta)


 

Ég er frímúrari vegna þess að mér fannst eitthvað vanta á skilning minn á uppruna mínum til dæmis hvaðan kom ég og hvert fer ég þarna er ég auðvitað að tala um andlegan hluta tilveru minnar en ekki efnislega þáttinn. Svo hafði það mikil áhrif á ákvörðun mína að ganga til liðs við Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN að þarna er konum veitt inngöngu, við getum ekki skilið helming mannkyns úti í kuldanum á meðan við hinir sitjum við borð gnægða (X.)


 

Sambýliskona mín hún Oktavía hafði verið í reglunni í nokkur ár áður en ég gékk inn. Hún hafði tekið hlé um tíma er hún flutti til Hafnarfjarðar frá Egilstöðum þar sem hún vígðist í regluna. Nú langaði hana að byrja aftur að starfa í reglunni og spurði mig hvort ég væri til í að koma með sér í starfið. Þar sem hún talaði bara alment um regluna en upplýsti ekki nánar hvað í starfinu felst var ég frekar tregur í taumi um nokkurn tíma. En svo fór ég með henni á kynningarfund og þá fékk ég svona smá hugmynd um út á hvað starfið í reglunni gengur en þó takmarkað. Það kom upp sú hugsun að gott væri að starfa saman í reglunni. Eitthvað sameiginlegt. Við búum á Akureyri og ég vígðist inn í Gimli nr.853 fyrir 7 árum síðan og Oktavía endurvígðist í Gimli, þá á 3 stigi. Ég hef ekki séð eftir því eina sekúndu að hafa gengið í regluna. Þannig kynntist ég Samfrímúrarareglunni. (Henry H.)


 

Hefur það breytt lífi minu?

Já vissulega. ég er meðvitaðri um mig og mína líðan og framkomu. er opnari, jákvæðari og umburðarlyndari í minn garð og annarra. Því fylgir  meiri ánægja, gleði og þolinmæði í öllum aðstæðum.  (Bergþór Pálmason)


 

Starfið í reglunni hefur gefið mér mikið, ég hef kynnst mörgum yndislegum og kærleiksríkum manneskjum sem er allar að vinna að því sama í bræðralagi  þ.e að vera betri í dag en í gær. (Rannveig S.)


 

Að vera frímúrari hefur breytt mér að ýmsu leyti. Þetta gerði það að verkum að ég og fóstra mín nutum þess að eiga þetta sameiginlegt, fara saman á fundi, geta deilt reynslu. Ég tel mig líka hafa lært umburðarlyndi sem vonandi hefur skilað sér til míns umhverfis þótt ég sé kannski ekki fær um að dæma um það. (Þóra Á.)


 

Hefur það breytt lífi mínu?  Svarið við því er já, það hefur breytt lífi mínu til hins betra.  Ég er/var kannski svolítið ADHD maður en starfið hefur fengið mig til þess að hægja á, hlusta, meðtaka og sjá og læra betur umburðarlyndi, mannkærleika og umfram allt kynnast góðu og yndislegu fólki sem ég annars hefði ekki kynnst. (Aðalsteinn J.)


 

Reglan hefur breytti lífi mínu á þann hátt að hún hefur stutt mig í þeim þroska að standa með sjálfri mér og að standa með öðrum. Hún hefur gefið mér víðsýni vegna þess að það sem við gerum hefur allt áhrif á stóru myndina. Reglufestan í starfinu hefur stutt mig í því að koma vel fram og reyna að breyta alltaf rétt (Gubjört E.)


 

Já þetta hefur breytt lífi mínu, í starfinu fæ ég fjölbreytt verkfæri sem ég hef nýtt mér  mikið í mínu daglega lífi og þau hafa hjálpað mér að verða betri manneskja. Það sem ég hef tileinkað mér úr starfinu hefur áhrif á samskipt mín við annað fólk og einnig hugsunargang minn. Strax á mínum fyrsta fundi fann ég að reglufestan í starfinu haft góð áhrif á mig og  þetta átti vel við mig. Ég hlakka alltaf til að mæta á fundi (S. Ásta)


 

Já og það mikið (X.)


 

Það hefur breytt lífi mínu til hins betra já, já. Starfið hefur gert mig stöðugri og einbeittari í  „þjónustinni“. Maður er meira vakandi yfir því að hafa umburðarlindi fyrir náunganum og lífinu. Maður þjónar og gefur af gleði til annarar í lífi okkar. Hver fundur tendrar mann þó vissulega sé misjöfn orkan á fundum hverju sinni. Að vera frímúrari felur í sér að vinna í sjálfum sér og fræðast um launhelgar fyrri tíma m.a. Geta geislað orku, gleði og hjálpsemi út í samfélagið. Það er dásamlegt að hitta reglufólk á fundum, Sambandsþingum o.fl. – samkenndin og hlýjan, gleðin og virðingin fyrir hvert öðru og starfinu. Já, Samfrímúraraglan hefur gefið mér mikið og gert mig að betri manni. (Henry H.)

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur