Á síðasta þingi Íslandssambandsins var samþykkt að breyta íslenskri þýðingu á nafni Reglunnar og er það nú, eftir staðfestingu Hins Háa Ráðs, Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN. Þannig hverfum við að hluta til fyrra nafns og tökum jafnframt út vísan til karla og kvenna sem ekki er vísað til í nafni Reglunnar á frönsku. Þannig ber nafnið nú með sér að við gerum engan mun á fólki eftir kyni þess eða kynskilgreiningu. Unnið er að því að lagfæra bréfsefni og allt útlit en það mun örugglega taka nokkurn tíma þangað til því öllu lýkur.