Frakklandsambandið í Samfrímúrarareglunni LE DROIT HUMAIN gaf út í desember s.l. fallega bók á frönsku þar sem táknfræði frímúrara er útskýrð á einfaldan en nákvæman hátt fyrir börn og unglinga . Bókin heitir „1, 2, 3 Symboles“ (sem kallar fram æskuminningar hjá flestum Frökkum sem léku leikinn „1, 2, 3 Soleil“ sem börn) og ber undirtitilinn „Gildi frímúraranna útskýrð fyrir börn“. Hún er fallega skreytt á einfaldan en áhrifamikinn hátt.
Það stendur til að þýða bókina yfir á ensku, og væri það þá góður fengur fyrir alla, hér heima sem annars staðar – fyrir börn okkar og barnabörn .