Stúkurnar Baldur og Ósíris blása til…
Golfmóts systkina í Alþjóðlegu Samfrímúrarareglunni LE DROIT HUMAIN á Svarfhólsvelli á Selfossi föstudaginn 27.júní 2025. Keppt verður í systkinaflokki og makaflokki. Full forgjöf.
Leiknar verða 14 holur. Að leik loknum er boðið upp á hamborgara (ostborgara) með frönskum, kokteilsósu og pepsiglas. Hægt er að skipta gosglasinu út fyrir bjór úr krana í staðinn og greiða 1000 krónum meira.
Verð fyrir golfleik og veitingar eru kr. 8.000 sem greiðist við komu í reiðufé.
Mæting kl. 13:30. Fyrsta holl fer út kl. 14:30.
Nánari upplýsingar: webmaster(hjá)ledroithumain.is