Í lok síðasta árs 2024 ákvað Sambandsráð Alþjóða Samfrímúrarareglunnar LE DROIT HUMAIN að veita Hjálparstarfi Kirkjunnar styrk að upphæð kr. 350.000 og var hann afhentur 27.desember s.l.
Starfsmenn Hjálparstarfsins innanlands veittu styrknum viðtöku og þökkuðu innilega fyrir styrkinn. Mjög hlýlega var tekið á móti fulltrúum Alþjóða Samfrímúrarareglunnar og ánægjulegt að heyra af stuðningi kirkjunnar við ungt fólk. Veittir eru styrkir til kaupa á tölvum, greiða skólagjöld og annan kostnað við framhaldsskóla og annað nám fyrir ungmenni sem koma frá efnalitlum heimilum.