Að frumkvæði Alþjóðasambandsins í París, hefur Íslandssambandið safnað innan sinna raða 1,3 milljónum og afhent pólska sambandinu. Eins og kunnugt er hefur Pólland tekið á móti flestum sem hafa flúið stríðið í Úkraínu og hefur pólska sambandið lagt talsvert af mörkum í samstarfi við Rauða Krossinn til að útvega mat, fatnaði og fyrstu nauðsynjar handa flóttafólkinu. Öllum sem tóku þátt í söfnunarátakinu er hér með innilega þakkað.
„Alveg frábært að sjá þennan samhug og kærleik hjá systkinum okkar og manni hlýnar sannarlega um hjartarætur“ segir Oddviti Reglunnar.