Á síðasta fundi Sambandsráðs 10.desember 2024 var ákveðið að veita Krabbameinsfélagi Austurlands styrk að upphæð kr. 350.000 sem afhentur var 27.desember s.l.
Kristjana Sigurðardóttir formaður og Guðmunda Vala Jónasdóttir ritari félagsins veittu styrknum viðtöku og þökkuðu með gleði og þakklæti fyrir styrkinn sem kemur sér mjög vel fyrir félagið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendinguna, á fyrri myndinni erum við Helga Jónsdóttir VM í stúkunni Eir og Birna Jónasdóttir fulltrúi Eirar í Sambandsráði ásamt formanninum Kristjönu sem heldur á bleiku kerti en það var gefið í nafni stúkunnar Eirar. Á mynd tvö eru Kristjana formaður og Guðmunda Vala ritari ásamt Helgu.