Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Velkomin

Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN fagnaði 100 ára starfi á Íslandi á árinu 2021. Í henni starfa karlar og konur saman að mannrækt, óháð kyni, litarhætti og trúarskoðunum. Reglan hét áður Samfrímúrarareglan á Íslandi og heitir á ensku International Order of Freemasonry for Men and Women LE DROIT HUMAIN.

Tilgangur þessarar vefsíðu er að kynna starf og hugsjónir frímúrara og þá sérstaklega Alþjóðlegu frímúrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain (sem á frönsku merkir mannréttindi eða mannlegt réttlæti). Í þeirri reglu starfa konur og karlar saman á jafnréttisgrundvelli.

Vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir starfi frímúrara hafa orðið til alls konar ranghugmyndir og fordómar. Þar sem frímúrarareglur eru ekki leynireglur heldur reglur með ákveðna leyndardóma, er æskilegt að veita réttar upplýsingar um markmið og starfsemi frímúrara.

Við erum ekki leynifélag en útlistum ekki allt sem við gerum. Þannig er leynd um sumt en annað ekki. Við komum saman sem jafningjar, viðurkennum hvert annað eins og við erum og hjálpumst að í sameiginlegri leit að skilningi. Við skilyrðum ekki sannleikann en leitum hans með einföldum verkfærum sem fylgt hafa mannkyni í árþúsundir. Hvert og eitt okkar hefur fullkomið frelsi í þeirri leit en því frelsi myndum við svipta burtu ef eitthvert okkar hefði vald til þess að túlka og setja fram hinar réttu niðurstöður. Leyndin hefur því þann tvíþætta tilgang að veita hugsun frelsi og skapa skilyrði til þess að þannig megi starfa.

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur