Málþing Alþjóðlegrar frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN er haldið í tilefni þess að hér á landi hafa konur og karla starfað saman sem frímúrarar í rúmlega 100 ár. Hún var formlega stofnuð hér á landi 12. mars 1921 og hefur starfað óslitið síðan. Reglan er alþjóðleg, stofnuð árið 1893 í Frakklandi og hefur því starfað í 130 ár. Megin markmið frímúrarastarfsins er mannrækt til heilla mannkyni.
Efni málþingsins er: SAMKENND – SAMVISKA – SAMFÉLAG þar sem fjallað verður um hlutverk okkar frímúrara í samfélaginu til að ná markmiðum okkar um mannrækt og samfélagslega ábyrgð.
Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá sig.