Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Fréttir

Málþingið 4. mars „SAMKENND – SAMVÍSKA – SAMFÉLAG“ – Erindin

Fjögur erindi eru á dagskrá málþingsins sem verður haldið lau. 4. mars 2023 á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll frá kl 10 til kl. 13, í tilefni 100 ára afmælis Aþjóðlegrar frímúrarareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN.

Hér fyrir neðan er kynning á erindunum og frummælendunum:

  • Gunnar Hersveinn

    „Að sannfæra sjálfan sig og aðra um að sagan sé sönn“ er heiti erindis sem Gunnar Hersveinn flytur á málþingi Reglunnar 4. mars.
    Hver stök persóna á flótta kemur úr menningu sem hún yfirgefur og stígur yfir í aðra þar sem önnur viðmið ríkja. Verður saga hennar viðurkennd ef hún segir sannleikann eða þarf hún að breyta sögunni til að vera trúað, til að passa inn í annan heimshluta?  Í ljósi líðandi stundar er fjallað um kærleika, sannleika, samkennd og samfélag út frá áhrifaríkum sjálfsævisögum. Þar ber hæst bókin Vanþáttláti flóttamaðurinn eftir Dina Nayeri sem fæddist í Íran árið 1979 og verður gestur á bókmenntahátíð.
    Gunnar Hersveinn rithöfundur er kunnur fyrir skrif sín um lífsgildi og samfélagsleg málefni. Hann er heimspekingur og hefur starfað við kennslu og blaðamennsku. Hann hefur stundað ritstörf í áratugi og skrifað töluvert um jafnrétti, umhverfisvernd og friðarmenningu. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir skrif sín eða að „hafa náð að setja umtalsvert mark á hérlenda þjóðfélagsumræðu.“. Hann gaf árið 2010 út bókina um Þjóðgildin, þau gildi sem fulltrúar þjóðarinnar völdu á Þjóðfundinum 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Í umsögn um hana var stóð: „Hógvær en beitt rökræða um þau kjölfestuhugtök og gildi sem íslensk menning þarfnast við uppbyggingu þjóðar.” Bækurnar Gæfuspor – gildin í lífinu, Orðspor – gildin í samfélaginu, Heillaspor – gildin okkar eru vel þekktar og einnig er hann með höfundur bókarinnar Hugskot – skamm-fram- og víðsýni.

  • Elín Jónasdóttir

    „Öll erum við eins!“
    Elín Jónasdóttir mun í erindi sínu á málþingi 4. mars fjalla um störf sín sem sendifulltrúi og mikilvægi þess að við stöndum hvert með öðru.
    Elín Jónasdóttir er sálfræðingur, kennari og jógakennari. Hún hefur unnið við skóla sem kennari, sem sálfræðingur og stýrt sálfræðiþjónustu, sérkennslumálum og sérúrræðum í bæjarfélagi. Frá 2007 hefur Elín rekið eigin sálfræðistofu og sinnt meðferð, ráðgjöf, handleiðslu og námskeiðshaldi. Elín hefur m.a. sérhæft sig í handleiðslu og í EMDR áfallameðferð.
    Í meira en tvo áratugi hefur Elín jafnhliða öðrum störfum unnið fyrir Rauða krossinn á Íslandi og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hún hefur unnið sem sendifulltrúi og sérfræðingur að uppbyggingu sálræns stuðnings hjá landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim. Hún hefur sinnt mati á aðstæðum eftir náttúruhamfarir og stríðsátök og komið á fót áfallahjálp.
    Elín stofnaði Alúð, félag um núvitund og samkennd ásamt fleirum og sat í fyrstu stjórn þess. Elín tók einnig þátt í að stofna EMDR Ísland og sat þar í fyrstu stjórn.

  • Njörður P. Njarðvik

    Njörður P. Njarðvík, Prófessor emeritus og rithöfundur mun flytja erindi á málþingi er nefnist „Um rétta og ranga breytni“.

  • Sigríður Þorgeirsdóttir

    Sigríður Þorgeirsdóttir mun flytja erindi á málþinginu 4. mars og ætlar að fjalla um möguleika og takmarkanir samkenndar siðferðilega, samfélagslega, á sviði stjórnmála og samskipta. Gagnsemi samkenndar birtist ekki síst í því hvernig hún getur glætt skilning.
    Sigríður er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún nam heimspeki í Boston og Berlín, lauk doktorsprófi árið 1993 þar sem hún rannsakaði heimspeki Friedrich Nietzsche. Sigríður var fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við H.Í. og hefur jafnframt stundað rannsóknir á feminískri heimspeki, fyrirbærafræði og heimspeki umhverfis og náttúru, fjallað um líkamann og veruna og höfunda á borð við Hannah Arendt, Simone de Beauvoir, Luce Irigaray og Judith Butler, í ræðu og ritum. Sigríður hefur kennt víða um heim og er eftirsóttur fyrirlesari. Hún er formaður kynjanefndar heimssamtaka heimspeki.

 

 

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur