Alþjóða Samfrímúrarareglan LE DROIT HUMAIN

Fréttir

Vel heppnuð og eftirminnileg afmælishátíð

Frá vinstri: Magnús M. Norðdahl, Gunnar Hersveinn, René Motro, Fr. Vigdís Finnbogadóttir, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Elín Jónasdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Njörður P. Njarðvík

Um 150 manns sóttu vel heppnað málþing í gær (4. mars) sem bar heitið Samkennd-Samviska-Samfélag og var haldið í tilefni 100 ára afmælis Alþjóðlegrar frímúrarareglu karla og kvenna Le Droit Humain.

Við þökkum forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannessyni, fundarstjóra Magnúsi M. Norðdahl Voldugum Stjórnanda Íslandssambandsins og eftirfarandi fyrirlesurum fyrir fróðleg og gefandi erindi: Elínu Jónasdóttur, Gunnari Hersveini, Sigríði Þorgeirsdóttur og Nirði P. Njarðvík.

Þá heiðruðu málþingið heiðursgestirnir Réne Motro, Æðsti Valdhafi Reglunnar og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Full kærleika þökkum við framangreindum sem og öllum gestum málþingsins fyrir að gera hátíðisdaginn okkar svo eftirminnilegan.

Frá vinstri: Magnús M. Norðdahl, Gunnar Hersveinn, René Motro, Fr. Vigdís Finnbogadóttir, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Elín Jónasdóttir, Sigríður Þorgeirsson, Njörður P. Njarðvík

Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á ledroithumain.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur